Femínistinn boðar nýjar áherslur

Eins og sagði í leiðara femínistans 31. janúar verður tilgangurinn með þessu vefriti að varpa nýju ljósi á jafnréttisumræðuna. Femínistinn boðar stefnu einstaklingsfemínismans og telur ritstjórn sig tala þar máli fjölda jafnréttissinna, kvenna sem karla.

Einstaklingsfemínismi er sú stefna sem boðar jafnan rétt kvenna og karla gagnvart lögum. Sumir kunna að spyrja sig hvers vegna Femínistinn kalli sig ekki Einstaklinginn þar sem áherslurnar snúa að hlutleysi gagnvart einstaklingnum. Spurningunni er auðsvarað því kynjajafnrétti er aðeins hluti af  baráttu fyrir hlutleysi gagnvart einstaklingnum og jafnréttisbaráttunni í heild sinni en Femínistinn leggur sérstaka áherslu á jafnrétti kynjanna.

Ritstjórn Femínistans telur að grundvöllur sé fyrir einstaklingsfemínisma hér á landi og mun vefritið kappkosta að greina frá og skapa umræður um þetta afbrigði femínismans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband