Kötturinn í sekknum

4. feb kl. 12:47: Leiðréttist það hér með að ásakanir Katrínar um að hér væri á ferðinni andfemínískt vefrit voru byggðar á misskilningi.

 

Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona femínistafélagsins, skrifar um Vefritið Femínistann á bloggi sínu í dag:

Nú er sem sagt komið í ljós að síðueigendur skilgreina sig sem andfemínista. Reyndar segjast þeir aðhyllast stefnu iFeminisma - sem er ein tegund femínisma og þess vegna er and- forskeytið soldið skrýtið. Það sem mér finnst hins vegar alltaf soldið fyndið við ifeminsmann á sér sögu. Þegar Femínistafélagið var stofnað hélt þar ræðu fyrirmyndarfemínisti sem nefndi ýmsa drauma á nafn. Meðal þess sem hún sagði var að hana dreymdi um að ef að einhver nauðgaði konu þá færi hópur kvenna og stæði fyrir utan heimili nauðgarans og starði á hann.

Þetta er auðvitað brjálæðislega róttæk og stórhættuleg aðgerð - að dreyma um að horfa á nauðgara. Enda varð það fljótlega svo að ungir karlmenn sem af einhverjum ástæðum fannst það lýsa mikilli grimmd og óréttlæti í garð nauðgara að horfa á þá fóru í mikla herferð á netinu þar sem þeir úthúðuðu viðkomandi femínista og Femínistafélaginu. Í nafni frelsis var bannað að dreyma um að horfa á nauðgara. Það var of hræðilegt og í staðinn vildu þeir meina að þeir ættu til betri lausn. Lausnin var iFeminist. Þar sem ég er nógu forvitin ákvað ég að tékka á síðunni - og hver var lausnin? Jú, konur áttu einfaldlega að ganga með byssur og ef einhver gerði tilraun til að nauðga þeim átti einfaldlega að skjóta hann.

george_crackle_sackÍ skrifum sínum reynir Katrín augljóslega að kasta rýrð á Vefritið Femínistann. Ljóst er að Katrín er annað hvort ekki sammála þeirri aðferð sem Femínistinn vill fara til að ná fram jafnrétti eða einfaldlega öfundsjúk yfir því að hér skrifi hópur utan Femínistafélags Íslands.

Hún gengur raunar svo langt að kenna Vefrit þetta við andfemínisma. Síðuskrifarar árétta að þeim þyki jafnrétti ekki hafa verið náð hér á landi og vilja leggja sitt af mörkum í jafnréttisbaráttunni.

Í skrifum sínum reynir hún einnig að tengja upphaf einstaklingsfemínisma við mótmæli gegn samansafnaði kvenna fyrir utan hús nauðgara og að lausnin við nauðgunum sé að konur gangi með byssur á sér. Þetta er ekki á neinn hátt skylt einstaklingsfemínisma sem höfundar Vefritsins Femínistans aðhyllast. Það sjá allir sem lesa þessa síðu. Höfundar láta því skrif Katrínar sem vind um eyru þjóta og vonast höfundar eftir hlýlegri viðbrögðum frá talskonu femínistafélagsins í náinni framtíð. Höfundar telja sig eiga margt sameiginlegt með Katrínu og vonum við að þarna hafi hún einungis farið ögn fram úr sér.

Þeir sem lesa Vefritið Femínistann eru svo sannarlega ekki að kaupa köttinn í sekknum. Hér eru á ferðinni alvöru jafnréttissinnar!

Femínistinn bendir fólki að lokum á skrif Kristínar Tómasdóttur sem virðist vera fullmeðvituð um hin ýmsu afbrigði femínismans og að öll stefnuafbrigði boði ekki sömu leiðir.

Hafið það gott um helgina!
Ritstjórn Femínistans


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband