31.1.2007 | 17:09
Vefritið femínistinn
Í dag hefur nýtt vefrit göngu sína, Femínistinn.
Höfundar vefritsins eru margir og eru engar skorður settar á skrif þeirra og efnistök, allir eiga þeir þó það sameiginlegt að vera femínistar og styðja jafnan rétt kvenna og karla. Mun Femínistinn leitast við að vera gagnrýninn í umfjöllun sinni og varpa nýju ljósi á jafnréttisumræðuna. Femínistinn sem slíkur er ekki tengdur stjórnmálasamtökum en höfundar koma úr ýmsum stjórnmálaflokkum og eru sumir hverjir virkir í pólitísku starfi. Að öðru leiti verður stefnu ritstjórnar gerð skil í komandi skrifum.
Að þessu sögðu vill ritstjórn Femínistans bjóða lesendur velkomna á þetta nýja vefrit.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.