Femínistinn telur að

gender... einstaklingur eigi að vera metinn út frá eigin verðleikum. Ekki á að mismuna fólki eftir kyni, kynþætti, litarhætti, þjóðerni eða trúarbrögðum.

... það sé stjórnendum fyrirtækja fyrir bestu að velja hæfasta einstaklinginn til starfa hverju sinni án þess að líta til kyns. Þannig hagnast stjórnandinn mest. Það er því eðlilegt að í afmörkuðum hópum sé kynjahlutfall ekki jafnt.

... þegar bera eigi saman hlutdeild kynjanna verði að líta á alla heildina en ekki litla afmarkaða hópa, s.s. einn vinnustað eða eina stjórn.

... hugmyndir um kynjakvóta eða lagasetningar frá ríkisvaldinu er varða hlutfall kynjanna á vinnustöðum vera á villigötum.

... kynin eigi að hafa fullkomið frelsi yfir eigin líkama. Femínistinn telur gagnrýni á klæðaburð og útlit kynjanna í jafnréttistilgangi vera afleidda og á engan hátt vera tengda jafnréttisbaráttunni.

 

Breyting 19:32: ekki var um efnislega breytingu að ræða. Einungis var bætt við mynd og innsláttarvilla lagfærð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband