Femínistinn ánægður með Geir

Femínistinn telur gagnrýni annarra femínista á formannskjör KSÍ vera vanhugsaða og ekki jafnréttisbaráttunni til framdráttar. Femínistinn áréttar fyrri skrif um að velja skuli til stjórnunarstarfa hæfasta einstaklinginn hverju sinni. Geir Þorsteinsson er óneitanlega sá einstaklingur enda sýndi það sig með þeim glæsilega stuðning sem hann fékk á nýafstöðnu þingi KSÍ.

Forðast skal að flokka einstaklinga eftir kyni. Einstaklingar eiga að vera metnir af eigin verðleikum. Þó svo kona hafi beðið lægri hlut í kjörinu skal eitt yfir alla ganga.

Halla Gunnarsdóttir vakti mikla athygli með framboði sínu og hvetur femínistinn hana til áframhaldandi starfa fyrir knattspyrnuna. Hún er ung og frambærileg kona sem á eflaust eftir að koma sterk inn í knattspyrnusambandið þó síðar verði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband