16.2.2007 | 01:19
Klám tengist ekki jafnrétti kynja
Fyrir þremur dögum velti femínistinn fyrir sér hvort eitthvað væri neikvætt við það þegar tvær manneskjur leika í klámmynd þegar vilji beggja aðila er fyrir hendi og einhver vill greiða fyrir afraksturinn? Nú ber blessaða klámið aftur á góma og í þetta skiptið er um heilt klámþing að ræða.
Femínistinn sér ekkert athugavert við klám eða heilt klámþing ef því er að skipta. Femínistar þeir sem aðhyllast róttækan femínisma hafa hins vegar spáð fyrir um heimsendi. Hvetja þær stjórnvöld til að stöðva klámþingið og fólk að sniðganga í framtíðinni Hótel Sögu þar sem þingið verður haldið. Vilja þær meina að tenging sé á milli kláms og kynferðislegs ofbeldis. Tala þær oft um rannsóknir sem benda til þess en aðspurðar vita þær hins vegar ekki hvar þessar rannsóknir er að finna.
Klám er frelsi einstaklinga yfir eigin líka. Femínistinn telur neikvæða umfjöllun um frelsið og tilraunir til að breiða yfir það klámvæðingarkápu ekki á neinn hátt tengjast jafnréttisumræðunni.
Morgunblaðið virðist bregða útaf hlutleysi í fréttaflutningi og tekur nú upp hanskan fyrir róttæklingum hér á mbl.is. Telur mbl.is ástæðu til að benda fólki á gagnrýni Sóleyjar Tómasdóttur um þingið.
Er ekki eðlilegt að mbl.is geri slíkt hið sama fyrir þessa færslu Femínistans?
Femínistinn ætlar að breyta til og opna fyrir athugasemdir. Óskað er eftir málefnalegum umræðum. Femínistinn áskilur sér rétt til að henda út ómálefnalegum athugasemdum.
Klámþing verður haldið hér á landi í næsta mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég vil hrósa höfundi fyrir opinn hug og hófsama afstöðu og vil um leið snupra öfgahyggjufulla afstöðu róttækra feminista. Þetta er jafnrétti í reynd.
Sigurjón, 16.2.2007 kl. 01:30
8,5
Glanni (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 10:24
Klám er frelsi einstaklinga yfir eigin líka. - bíddu, er þessi setning ekki bara eitthvað bull?
mér finnst þið og fólk sem heldur að klám snúist bara um nekt, vera á algerum villigötum.... annars er ég ekkert að rífast og skammast í ykkur sko, hehe, þetta er bara mín skoðun þegar allt er tekið með í reikninginn. mér finnst alltaf sorglegt þegar fólk gefur sig á vald allskonar mýtum og rugli en það er einmitt að gerast hjá þeim sem gagnrýna róttæku femínistana. alveg satt.
halkatla, 16.2.2007 kl. 11:50
Ég mæli nú bara með því að hver og einn kynni sér hvering þessi hlutir eru framsettir í Wikipedinu og þá vinkla sem á málefnið er sett.
http://en.wikipedia.org/wiki/Pornography
Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 14:54
Síðan er það þetta að þessir tilteknu femínistar gefa sér það að þetta fólk sem kemur hérna muni vera með einhverja ólöglega háttsemi. Á hvaða forsendum á að meina þeim að hittast hér? Er fólk ekki saklaust þar til sekt er sönnuð? Nei, mér er slétt sama um þennan hitting þeirra hérna. Það sem að mig svíður ennþá undan er heimsókn Kínaleiðtoga hér um árið og skammarleg viðbrögð íslenskra ráðamanna við friðsamlegum mótmælendum. Það var sko forsmán.
Ingi Geir Hreinsson, 16.2.2007 kl. 15:20
Femínistar eru eins ólíkir og þeir eru margir, og til margar ólíkar femínískar afstöður til kláms; allt frá því að klám sé liður í jafnréttisbaráttunni og veiti konum kynferðislegt frelsi sem karlar sátu einir að öldum saman... til fyrrnefndrar skoðunar á að klámið valdi barasta heimsendi. Eins eru til margar tegundir af kynörvandi efni – en það sem gerir rökræður um klám erfiðar eru ólíkar skilgreiningar fólks á klámi og erótík.
Sú femíníska kenning sem misróttækir femínistar eiga hvað auðveldast með að sameinast í kemur frá Diönu Russell. Hún gerir skýran greinarmun á klámi og erótík og finnst lítið athugavert við nektina eða kynlífið sem klámið inniheldur, heldur ofbeldið sem svo gjarnan fylgir. En í klámi eru nauðgunaratriði sem byrja eins og raunsæ árás en enda með fullnægingu þolandans afar vinsæl (ekki aðeins í hardcore klámi).
Kenning Russell um orsakasamhengi kláms og nauðgana segir m.a. að;
1) Klám geti vakið eða aukið áhuga sumra manna á nauðgunum og kennt mönnum að æsast af ofbeldi. Það sé gert með að blanda saman kynbundnu ofbeldi, drottnun og auðmýkt við kynferðislega örvun. Nektin sé upphaflega það sem örvar, ekki ofbeldið sem slíkt, en með slíkri tengingu geti ofbeldið orðið að örvunarþættinum. Líkt og þegar köttur lærir að hljóðið í örbylgjuofninum þýðir að verið er að afþýða fisk og fær vatn í munninn við hljóðið eitt...
2) Vissar siðferðis- og samfélagshömlur komi í veg fyrir að karlmenn með nauðgunarfantasíur, hrindi þeim í framkvæmd. Klám geti dregið úr þessum hömlum. Þar sé ýtt undir nauðgunargoðsögnina sem segir að konur biðji um að vera nauðgað með vissri hegðun og klæðnaði, og njóti í raun nauðgunar, þótt þær streitist á móti. Í klámi sé alið á harðneskjulegu viðhorfi til kvenna og yfirráðum karla í kynlífi, kynbundið ofbeldi samþykkt og lítið gert úr raunverulegum áhrifum nauðgunar á fórnarlambið. Öflugir áhugamenn kláms fái því afar óraunsæja mynd af því skelfilega ofbeldi sem nauðgun er...
3) Til séu menn sem skorti þá siðferðiskennd sem hamlar okkum flestum að framkvæma alla vitleysuna sem okkur dettur í hug. Ótti við refsingu og fordæmingu geti helst stöðvað þessa menn, en klámið geti einnig grafið undan slíkum ytri hömlum. Nauðgun í klámmynd sé aldrei fordæmd en jafnvel upphafin. Í grófu klámi sé nauðgun sjálfsagður hluti kynlífs og gerandinn oft fyrirmynd nærstaddra karla. Einnig sé gefið til kynna að auðvelt sé að komast upp með nauðgun. Þannig skerði klámið ótta við refsingu og samfélagslega fordæmingu...
Leggja skal áherslu á að Diana Russell gerir ekki ráð fyrir að allir karlmenn geti orðið nauðgarar af því að neyta kláms, heldur geti ákveðin gerð kláms aukið líkur á nauðgunum af hendi þeirra manna sem þegar hafa slíkar hugmyndir í kollinum.
Áhugasömum er bent á kúrsinn ,,Klám og vændi” sem kenndur er í Háskólanum, en þar eru kynntar margar og ólíkar skoðanir femínista á skaðsemi eða kostum kláms.
Kv. Eygló
Eygló Árnadóttir, 17.2.2007 kl. 19:07
Hvað er róttækur feminismi? Er hægt að nálgast skilgreiningu á honum einhvers staðar?
Kolgrima, 19.2.2007 kl. 19:48
Það lítur pínulítið út fyrir að sá feministi sem hér skrifar á þessa síðu hafi yfir höfuð ekki kynnt sér eina né neina rannsókn á klámi, klámiðnaði, eða orsakasamhengi kláms og ofbeldis og nauðgana á konum.
Hvernig væri að lesa sig aðeins til um það hvernig klám hefur beint samband á vilja karlmanna til að nauðga konum eftir að þeir horfa á klámefni?
Klám sýnir oft mjög brenglaðar myndir sem eiga sér enga stoð í veruleikanum, en rannsóknir hafa sýnt að menn eru líklegri til að hafa hvatir til að nauðga eftir að horfa á klám (Russell, 1988,1993). Í rannsókn Einsiedel (1986) sem greint er frá í Russell (1993) á kynferðis- afbrotamönnum kemur fram að yfir þriðjungur þeirra notaði klám til að undirbúa nauðgunina og 53% þeirra sem nauðguðu börnum. Hinir afbrotamennirnir í þeirri rannsókn viðurkenndu að þeir notuðu það stundum. Og í enn einni rannsókn sem Russell greinir frá kemur fram að 56% nauðgara og 42% barnanauðgara greindu frá því að klám hefði haft áhrif á þá til að fremja brotin.
Einnig ættirðu að kynna þér sögu Lindu Lovelace sem lengi vel var haldið fram að væri kvenfrelsishetja klámiðnaðarins. Eftir að hún var búin að eiga í ofbeldis- og kúgunarsambandi við eiginmann sinn og framleiðanda þeirra klámmynda sem hún kom fram í - þá ákvað hún að láta heiminn vita af þeirri misnotkun og ofbeldi sem átti sér stað. Þar var ekki að skipta frelsi yfir eigin líkama (eins og reyndar er oft ekki í tilfellum klámstjarna). Hún var virkilega beitt gróflegu ofbeldi og þvinguð til alls kyns athafna í klámmyndum og einnig í vændi (ásamt mörgum öðrum klámstjörnum sem hafa sömu sögu að segja). Við skulum ekki láta blekkjast af einhvers konar frjálshyggjuhugmyndum um að klám sé frelsi yfir eigin líkama þegar svo oft er um að ræða mansal og þvingun til athafna sem eru ofbeldi og nauðung. Það má líka alveg deila um "frelsi" yfir eigin líkama þegar í ljós hefur komið að klámmyndaleikarar eiga sér oft og tíðum sögu um kynferðislegt ofbeldi/misnotkun í æsku. Það er vissulega ekki frelsi að misnota sér fólk sem orðið hefur fyrir slíku á æskuárum sínum og ekki náð að vinna úr því - heldur er vant að láta misnota líkama sinn og heldur því jafnvel áfram á fullorðinsárum í gegnum klám og vændi - en það er ekki frelsi sem felst í því.
Einnig væri ágætt að þú gerðir líka greinarmun á klámi og erótík, sem alls ekki er sami hluturinn.
"Klám er efni sem sýnir kynlíf og/eða afhjúpuð kynfæri í tengslum við misnotkun og niðurlægingu þannig að slík hegðun sé studd, látin óátalin eða jafnvel hvatt til hennar."
"Erótík vísar til kynferðislega örvandi efnis sem er laust við kynjafordóma, kynþáttafordóma eða fordóma gagnvart samkynhneigð og virðing skal borin fyrir öllum manneskjum og dýrum."
Ég held ég geti nánast fullyrt það að feministar, hvorki róttækir né öðruvísi, hafa ekkert á móti nöktum líkömum eða heilbrigðu kynlífi almennt. Fegurð mannslíkamans og heilbrigt kynlíf hefur bara lítið sem ekkert að gera með klám og klámiðnað.
Hefur frjálshyggjufeministinn sem hér skrifar kannski í hyggju að verja klám (og kannski barnaklám líka) út frá sívinsælum rökum frjálshyggjumanna um framboð og eftirspurn? Telur þessi feministi þá að ekki beri að skoða neitt á markaði með tilliti til lögbrota og ofbeldis á manneskjum? Eða hvað?
Andrea J. Ólafsdóttir, 20.2.2007 kl. 16:23
Mér finnst það miður að þú fullyrðir að feministar viti ekki hvar rannsóknir er að finna þegar þær hafa verið hvað ötulastar að benda einmitt á rannsóknir til stuðnings máli sínu. Kannski vantar eitthvað upp á þekkingu þína á klámiðnaðar-rannsóknum og hvet ég þig til að kynna þér þær. Ég hvet þig til að kíkja aðeins í bókina "Evidence of harm". Ég hef líka lesið um karl-leikara klámiðnaðarins tjá sig um það ofbeldi sem viðgengst gegn konum þar. Þá hafa þeir tjáð sig um að oft sé um raunverulegar nauðganir að ræða og einnig að þeim finnst erfitt að horfa upp á konurnar/stelpurnar gráta og emja úr sársauka þegar verið er að taka upp efni sem sýnir anal penetration.
Andrea J. Ólafsdóttir, 20.2.2007 kl. 16:44
Kolgríma, ég vil benda þér á að skoða vandlega orðið sjálft "róttækni" og skipta því í tvennt; rót - tækni ... sem þýðir einfaldlega að taka á rótum vandans.
VG er róttækur flokkur og róttækni er í raun mjög jákvætt orð því það á við um það að horfa ætíð á það sem veldur vandamálum og ætla sér að taka á því frá rótum. Plástursaðgerðir eiga því ekki við um róttækni.
Andrea J. Ólafsdóttir, 20.2.2007 kl. 17:01
Og heldur þú virkilega að þessir sömu menn myndu sleppa því að nauðga konum ef þeir sæu aldrei klám. Í alvörunni eitt það heimskasta sem ég hef lesið. sorry.
Jóhann Steinar Guðmundsson, 23.2.2007 kl. 01:16
Það eru örugglega til rannsóknir sem sýna að þeir sem drepa fullt af fólki voru að hlusta á þungarokk áður en það lét til skarar skríða. Reyndu að einbeita þér að einhverju öðru. plís.
Jóhann Steinar Guðmundsson, 23.2.2007 kl. 01:22
Andrea framleiðindur á klámi eru margir. Eru allir framleiðindur á klám barnaperrar og ofbeldismenn? Framleiðindur á klámi eru að verða í flestum tilvikum konur. Þær stofna fyrirtæki um sjálfan sig. Þær eru stjórnendur og eru gríðarlegar ríkar. Eitthvað sem femínistar hafa barist fyrir. Að konur myndu ná langt og verða að stjórnendum fyrirtækja og geta stofnað eigin fyrirtæki og rekið.
Ég hef tekið eftir því að andstæðingar kláms eru alltaf að vísa til fáfræði annara. mér þykkir það ekki góð rök.
Ef klámið getur verið framleitt við þessar aðstæður sem hér eru nefndar og að fullt af konum séu neyddar útí þetta. En klám iðnaðurinn er iðnaður sem tug þúsindir ef ekki hundruð þúsunda vinna við. Þessi fullyrðing að allt klám og allir framleiðindur slæmir því að borta prósenta af þeim sem eru í þessu eru ótýndir glæpamenn er eins og að segja að menn ættu að hætta að kaupa föt því börn í (ótilgreindu þróunarlandi) eru neydd til þess að sauma föt. sama hvort að fötin séu þaðan eða ekki.
"Hefur frjálshyggjufeministinn sem hér skrifar kannski í hyggju að verja klám (og kannski barnaklám líka)" Hvað er að þér? Er ekki alveg eins hægt að segja að ef þú ert á móti dauðarefsingu þá ertu hlyntur glæpum. Svona úthrópanir eru bara móðursýki.
Femínistar segjast berjast fyrir réttindum kvenna til þess að vera frjálsar og ekki kúgaðar. Að þær hafi jafnan rétt á við karlmenn og séu metnar af verðleikum. En svo virðist sem hluti femínista vilji þetta ekki. Þær vilja að þær fái að kúga aðrar konur til þess að geta drottnað yfir þeim. ákveða hvað sé rétt og hvað sér rangt.
Við erum öll af einni tegund. Homo Sapien. hættum að kúga aðrar til þess að vera með sömu skoðanir. Andrea. þú mátt vera með þessar skoðanir á klámi. En láttu okkur hin í friði.
Fannar frá Rifi, 23.2.2007 kl. 12:42
Það sem mér finnst sorglegast við alla þessa umræðu er það að hvergi er minnst á það hverjir það eru sem fjármagna vændi að stórum hluta til, það eru nefnilega alþjóðlegir glæpahringir, sem á hverjum degi brjóta mun gróflegar á mannréttindum fólks en það gæti talist að úthýsa 1 stk. hóp af klámframleiðindum af hóteli. Mikið er blaðrað um frelsi ti kynlífsathafna og að velja sér starfsgrein. Já, já, þessu fólki var mörgu hverju (en ekki öllu) frjálst að velja sér að starfa við iðnað sem tengist glæpastarfsemi, og þess vegna eigum við bara að segja "Welcome to Iceland" við það. Ég ráðlegg fólki að taka sér myndina "Lords of War" á leigunni og horfa á hana.
Greta Björg Úlfsdóttir, 26.2.2007 kl. 12:04
Þetta átti nú að vera vændis og KLÁmIðnaðinn, og náttúrlega líka dóp og vopnasölu (ég er með veik með hita í dag!)
Greta Björg Úlfsdóttir, 26.2.2007 kl. 12:06
Greta Björg Úlfsdóttir. Framleiðsla á klámi sem er leyft í flest öllum löndum heims kemur alþjóðlegum glæpahringjum ekkert við. Ekki meira heldur en öllum bönkum heimsins. Hvað ætli það séu mörg klám fyrirtæki á markaði? Lífeyrissjóðir fjárfesta í þeim.
Þetta er útúrsnúningur hjá þér. Dóp og vopnasala kemur þessu ekkert. En talandi um vopnasölu þá ætla ég að upplýsa þig aðeins.
Í hinu góða landi Svíþjóð. Þar sem menn taka af hörku á vændi og öðrum óþverra og halda uppi miklu og góðu velferðarkerfi. Þar fjármagna menn velferðarkerfið með því að selja vopn. Hvert fara vopnin? Til Íraks? Til Afríku? Til stríðandi fylkinga svo þær geti murkað líftóruna úr hverjum öðrum svo svíar geti haft það fínnt.
En Greta. ef aðrir brjóta á mannréttindum þínum þá erum við ekkert betri ef við brjótum á mannréttindum þeirra. En miðað við ummæli þín "það eru nefnilega alþjóðlegir glæpahringir, sem á hverjum degi brjóta mun gróflegar á mannréttindum fólks en það gæti talist að úthýsa 1 stk" þá hlítur þú að vera fylgjandi dauðadómum. Auga fyrir auga.
Fannar frá Rifi, 27.2.2007 kl. 15:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.